9: Hvað getum við lært af stofnfrumum?

fimmtudagur, 10. október 2019 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær
Frummælandi er Þórarinn Guðjónsson prófessor í líffærafræði við læknadeild Háskóla Íslands og kallar hann erindi sitt „Hvað getum við lært af stofnfrumum?“. Rannsóknir hans snúa að stofnfrumum, hvernig þær byggja upp vefi og líffærakerfi líkamans og tengsl þeirra við krabbamein. Einnig mun hann fjalla um aldurstengdar breytingar á líffærum og hvernig við eldumst.