Tölvuspilarar- starfsfólk framtíðarinnar.
Frummælandi kvöldsins er Gunnar Haugen Talent manager hjá leikjafyrirtækinu CCP.
Gunnar mun kynna okkur fyrir nýjum og spennandi heimi, félagslegum tengslum nútíma tölvuleikjaspilarans, sem er flestum utanaðkomandi er framandi.
Gunnar útskrifaðist með B.A. í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.s. í atferlissálfæði frá Southern Illinois University, Carbondale í Bandaríkjunum.
CCP er íslenskur tölvuleikjaframleiðandi sem þróaði netleikinn EVE Online og sér nú um rekstur hans.