Skúli Thoroddssen kynnir nýútgefna sögulega skáldsögu sína ÍNU sem fjallar um atburði sem áttu sér stað við Öskju 1907, þegar tveir Þjóðverjar, jarðfræðingur og listamaður hurfu þar sporlaust. Unnusta annars þeirra, hin listhneigða, prússneska Ína, kemur til Íslands ári síðar að leita skýringa á því sem gerðist.