Mæting í aðra klúbba

mánudagur, 2. nóvember 2020 12:00-13:00, Ómar Stendórsson og Agnar Guðmundsson mætu á fjarfund hjá Rótarýklúbbi Garða.

Tilkynning til ritara Rótarýklúbbs Keflavíkur;

 

Ég sat fjarfund með félögum í Rótarýklúbbi Garða og var mjög ánægður með fundinn. Farið var yfir starf klúbbsins og síðan var skipt í hópa, þar sem fram fóru umræður milli félaganna og ákvörðun tekin með atkvæðagreiðslu í tveimur málum og í hvorri athvæðagreiðslunni gátu menn valið með eða á móti og hafði ekki skoðun og svo annað, þetta er allt hægt.

Þriggja mínútna Rótarý var flutt og síðan voru tveir aðilar með erindi  um ferðalög, annað til Tansaníu og hin ferðalag þvert yfir Vatnajökul.

Það kom fram að 29 félagar tóku þátt í fundinum , hver á sinum vinnustað eða heimili og tveir aðilar voru niðri á Spáni og sögðu okkur frá hversu dássamlegt það er að spila golf rétt sunnan við Alicante.

Að lokum var farið með fjórprófið og fundi slitið.

Sem sagt mjög vel að þessu staðið hjá Guðrúnu Högnadóttur forseta Rótarýklúbbs Garða og annara stjórnarmanna semallir tóku þátt í fundinum.

MBK,

Ómar Steindórsson

Ps. Agnar Guðmundsson var þarna einnig á skjánum, en hafði ekki microphone svo ekkert heirðist í honum.

Ég átti að flytja kveðjur til klúbbsins okkar sem ég hér með geri.

Ómar.