Eftir hefðbundinn rótarýfund fóru félgar og gestir á tónleika í Hljómahöllinni, Söngvaskáld á Suðurnesjum þar sem Jóhanni G. Jóhannssyni voru gerð skil.
Jóhann G. Jóhannsson telst án efa meðal stærstu nafna í íslenskri tónlistarsögu en hann lék og söng með mörgum af þekktustu hljómsveitunum á uppgangsárum hippa- og rokktímans auk þess sem hann átti farsælan sólóferil, aukinheldur er hann meðal þekktustu lagahöfundum þjóðarinnar og skipta lög hans hundruðum. Hann stofnaði hljómsveitina Óðmenn sem söngvari og bassaleikari en á ferlinum lék hann með hljómsveitum á borð við Straumar, Musica Prima, Tatarar, Náttúra og Póker.