Jón Bernódusson, fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu fjallar um ræktun Repju, jurtaolíu og íslenskar orkujurtir.

fimmtudagur, 24. janúar 2019 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Fundur var settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta var 22. fundur starfsársins og nr.3444 frá stofnun.

 

Forseti bauð félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.

 

Fjórprófið: 

·  Er það satt og rétt?

·  Er það drengilegt?                             

·  Eykur það velvild og vinarhug?

·  Er það öllum til góðs?

 

Gestur fundarins og fyrirlesari, Jón Bernódusson var boðin velkomin.

 

Boðuð forföll:

Þórunn Benediktsdóttir, Ólafur Helgi Kjartansson, Sossa Björnsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir, Agnar Guðmundsson, Jóhannes A. Kristbjörnsson, Ingibjörn

 

Mætingar á aðra fundi:  Ekki tilkynntar.

 

Rótarýmálefni:  Rótarýmessa verður í Keflavíkurkirkju 24. febrúar. Gert er ráð fyrir að rótarýfélagi tali um tengsl klúbbsins og kirkjunnar en einnig stendur okkur til boða að velja sálma til flutnings. 

 

Georg flutti kveðju frá Ásbirni. 

 

Þriggja mín. erindi: Pétur Jóhannsson fjallaði um bæjarstjórn Reykjanesbæjar og Helguvík, stóriðju, klukkumálið, Landsvirkjun, sæstreng, kjaramál, tekjuskatt og fl. tengd mál.

Þriggja mín. erindi á næsta fundi verður á vegum: Ólafs Helga Kjartanssonar.

 

Erindi / fundarefni kvöldsins:  Fyrirlesari Jón Bernódusson, fagstjóri rannsóknar, þróunar og greiningar hjá Samgöngustofu.  Jón fjallaði um ræktun Repju, jurtaolíu og íslenskar orkujurtir. 

 

Afmæli félaga/starfsafmæli/afmæli maka:

Kristófer Þorgrímsson, 31. Janúar 1949.

Jón Björn Sigtryggsson sem hefur verið félagi í 20 ár eða frá 28. janúar 1999.

Ekkert á makavaktinni

 

Fundarefni næsta fundar: