Fundur var settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta var 23. fundur starfsársins og nr. 3445 frá stofnun.
Forseti að félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.
Fjórprófið:
· Er það satt og rétt?
· Er það drengilegt?
· Eykur það velvild og vinarhug?
· Er það öllum til góðs?
Gestir: Engir gestir voru á fundinum.
Boðuð forföll: Þórunn Benediktsdóttir, Pétur Jóhannsson, Guðný Kristjánsdóttir, Ingibjörn Sigurðsson, Grétar Grétarsson, Jón B Guðnason, Styrmir Geir Jónsson, Erla Guðmundsdóttir, Kristófer E Þorgrímsson.
Mætingar á aðra fundi: Stefán Sigurðsson, Hannes Friðriksson og Agnar Guðmundsson sátu stjórnarfund hjá Krabbameinsfélagi Suðurnesja í dag og Guðmundur Björnsson verkfræðingur sat fund í valnefnd umdæmisstjóra.
Rótarýmálefni: Alþjóðaþing Rótarý verður í Hamborg 1. – 5. júní nk. Enn hægt að skrá sig og spara á skráningargjöldunum ($495 til 31. Mars, eftir það $595). Rótarýdagurinn okkar verður haldinn 21. febrúar og svo Rótarý-messan 24. febrúar í Keflavíkurkirkju en það er líka konudagurinn. Félagi okkar Sossa mun vera með hugleiðingu og flétta inn í hana tengingu við Rótarý í Keflavík. Karlaraddir kirkjukórsins munu svo bjóða upp á súpu eftir messu.
Valgerður Guðmundsdóttir upplýsti að eftir borðhald 4. apríl stæði til að fara á tónleika með Jóhanni G. Jóhannssyni og hvatti fundarmenn til að panta miða á hljómahöllin.is.
Þriggja mín. erindi: Ólafur Helgi Kjartansson
Þriggja mín. erindi á næsta fundi: Sossa Björnsdóttir
Erindi / fundarefni: Á vegum ungmennaþjónustunefndar, formaður Friðfinnur Skaftason. Fyrirlesari kvöldsins er Friðfinnur Skaftason.
Erindi fundarins er: Loftslagsmál
Afmæli félaga/starfsafmæli/afmæli maka:
Kristófer Þorgrímsson 31. janúar 1949.
Friðfinnur Skaftason 04. febrúar 1958
Styrmir Geir Jónsson eins árs starfsafmæli 1. febrúar 2018.
Sólveig Haraldsdóttir, maki Arnbjörn Óskarsson, 3. febrúar 1949.
Fundarefni næsta fundar: Jóhannes A. Kristbjörnsson í alþjóðanefnd undir formensku Erlends Jónssonar sér um efni næsta fundar.