Fundur var settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta var 36. fundur starfsársins og nr. 3458 frá stofnun.
Forseti bað félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.
Fjórprófið:
· Er það satt og rétt?
· Er það drengilegt?
· Eykur það velvild og vinarhug?
· Er það öllum til góðs?
Gestir: Gestir voru kynntir og boðnir velkomnir á hefðbundinn hátt:
Guðjón Guðmundsson og Guðlaug Pálsdóttir.
Boðuð forföll: Sossa Björnsdóttir, Jón Björn Sigtryggsson, Georg V. Hannah, Erlingur J. Leifsson, Grétar Grétarsson, Styrmir Jónsson, Kristín Gyða Njálsdóttir, Guðmundur Björnsson verkfræðingur og Jón B. Guðnason.
Mætingar á aðra fundi: Ólafur Helgi Kjartansson mætti í Rótarýklúbbnum Reykjavík International fyrir viku eins og fram kom á síðasta fundi.
Konráð Lúðvíksson bað um orðið og sagði okkur frá vígslu „aldingarðs æskunnar“ í skrúðgarðinum við Suðurgötu. Hann lagði til að klúbburinn gerðist verndari garðsins og yrði unnið í honum á skógræktardaginn. Tillögunni var vísað til frekari umfjöllunar hjá stjórn.
Rótarýmálefni: Inntaka fyrrum félaga Guðjóns Guðmundssonar.
Þriggja mín. erindi: Ekkert.
Erindi / fundarefni: Fundarefni kvöldsins var á vegum þjóðmálanefndar undir formensku Ómars Steindórssonar. Fyrirlesari kvöldsins var Guðlaug Pálsdóttir aðstoðar skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hún kom í boði Ásu Einarsdóttur. Guðlaug sagði frá starfsemi skólans.
Afmæli félaga/starfsafmæli/afmæli maka: Starfsaldursafmæli:
Ingibjörn Sigurðsson, þriggja ára þann 19. maí.
Erlendur Jónsson, tuttugu ára þann 20. maí.
Grétar Grétarsson, tuttugu og átta þann 23. maí.
Afmæli maka: Ágústa Þorleifsdóttir maki Kristófers Þorgrímssonar þann 22. maí.
Fundarefni næsta fundar: Hörður Már Gylfason mun segja frá framkvæmdum í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ.