Fyrsti fundur eftir sumarfrí, fundur nr. 2 á starfsárinu og fundur nr. 3424 frá stofnun

fimmtudagur, 16. ágúst 2018 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Forseti, Þórunn Benediktsdóttir setti fundinn.

Gestur frá Burlington Kansas, USA, Mr. Ken Hughes. 

Þriggja mín erindi frá Agnari Guðmundssyni, hann fór yfir veikindi eiginkonu sinnar. 

Ólafur Helgi fór yfir vorferðina, alþjóðaþingið í Hamborg.  Ólafur Helgi hvatti félaga til að skrá sig strax. Ólafur Helgi sendir leiðbeiningar á félaga.

Þórunn ræddi um breytta stöðu sem forseti RK.  Einnig kynnti hún nýja skiptinemann okkar Gabriele Beck en hún var á íslenskunámskeiði í kvöld.  Íslenski skiptineminn frá Reykjanesbæ fór til US.

Stefán gjaldkerfi fór yfir fjár- og matarmálin.  Maturinn hækkar í kr.  2.800.  Þórunn kynnti dagskrá starfsársins.

 

Valgerður kynnti fundarefni í ágúst.  Á næsta fundi verður farið í Keflavíkurkirkju og gengið um KEF. 

Á fundinum 30. ágúst verður Valgerður með kynningu á Ljósanótt og verður fundurinn í Duus.

Á afmælisvaktinni voru engar tilkynningar.

Fundi slitið.