Söguganga söngvaskálda á Suðurnesjum

fimmtudagur, 23. ágúst 2018 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær
3. fundur starfsársins, fundur nr. 3425 frá stofnun.
Fundur settur. Fjórprófið.
Gestir boðnir velkomnir. Sólveig eiginkona Péturs Jóhannssonar, Vilborg Georgsdóttir eiginkona Guðmundur Björnssonar. Hulda Oddsdóttir eiginkona Jóns B. Guðnasonar.  Maríanna Einarsdóttir eiginkona Þorsteins Marteinssonar.
Boðuð forföll: Ingibjörn og Konráð.
Mæting á öðrum fundum: Ólafur Helgi Kjartansson og Erlingur J. Leifsson sem mætti á Egilsstöðum.
Fundarefnið var á vegum Starfsþjónustunefndar.  Söguganga Söngvaskálda á Suðurnesjum sem hófst með tónleikum í Keflavíkurkirkju og þaðan var leiðsögn að æskuheimilum þekktra tónlistamanna á Suðurnesjum.
Afmæli voru engin. 
Fundarefni næsta fundar 30. ágúst verður eins og áður Ljósanætur ferð um menningarviðburði undir leiðsögn Valgerðar. 
Fundarefni 6. september verður fyrirlestur Hrafnhildar Peiser, heilsuhagfræðings. 
6. september er einnig von á skiptinemanum okkar henni Gabrielu og "mömmu" hennar Írisi Dröfn Björnsdóttu.
Fundi slitið.