Berglind Kristinsdóttir - Framkvæmdarstjóri Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum, Sveitastjórnamál

fimmtudagur, 18. október 2018 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær
2018.10.17 dagskrá. 2018.doc

Fundur er settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur.  Þetta er  11.  fundur starfsársins og nr. 3433 frá stofnun.

 

Forseti biður félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.

 

Fjórprófið

·  Er það satt og rétt?

·  Er það drengilegt?

·  Eykur það velvild og vinarhug?

·  Er það öllum til góðs?

 

Kynna gesti og bjóða velkomna á hefðbundinn hátt!

Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri SSS

____________________________________________________________________________

Boðuð forföll:  

Agnar Guðmundsson, Ómar Steindórsson, Guðmundur Björnsson verkfræðingur, Jón B. Guðnason og Georg V. Hannah.

_____________________________________________________________________________

Mætingar á öðrum fundum:

Á umdæmisþingið mættu þau Þórunn Benediktsdóttir, Hannes Friðriksson, Ólafur Helgi Kjartansson, Erlingur J. Leifsson, og Jón B. Guðnason. Þá hefur forseti fengið í hendur upplýsingar um mætingu í stjórn Krabbameinsfélags Suðurnesja.

 _____________________________________________________________________________

 

Forseti les bréf frá þeim Ómari Steindórssyni og Guðmundi Björnssyni verkfræðingi sem eru báðir erlendis. Forseti segir frá umdæmisþinginu sem var á Selfossi um síðustu helgi og sagði frá heimasíðu klúbbsins og hvatti félaga til að nota síðuna. Fram kemur að Ása Einarsdóttir ætlar að taka að sér að taka myndir í klúbbstarfinu og koma efni klúbbsins á framfæri á Facebook.

 

Grétar Grétarsson heldur þriggja mínútna erindi og fjallar um gamla skýrslu um kjarnorkuver í Vestmannaeyjum. Forseti felur Guðmundi Björnssyni rafeindavirkja að halda þriggja mínútna erindi á næsta fundi.

 

Formaður stjórnar sjóðsins Suður með sjó greinir frá því að stjórn sjóðsins hefur komið saman og ákveðið að leggja til við stjórn klúbbsins að sjóðurinn styrki Krabbameinsfélag Suðurnesja um 200.000 krónur til kauða á ómtæki handa Heilsugæslunni á Suðurnesja.

 

Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir frá starfi sambandsins. M.a. kemur fram að sambandið hefur dregið fram upplýsingar um framlög ríkisins í ýmsum málaflokkum eftir fjölda íbúa á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. Sambandið mun leggja áherslu á heilsugæsluna og samgöngumál á næstunni.

 

Ritari gerir grein fyrir afmælum til 25. október 2018:

Afmæli félaga: Engin.

 

Starfsaldursafmæli: Engin.

 

Makavaktin:  Engin.

 

Fundarefni næsta fundar:  Vilhjálmur Bjarnason lektor við HÍ og f.v. þingmaður mun verða gestur fundarinns og halda erindi að eigin vali.

  

Fleira ekki gert og fundi slitið.