Fundur er settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta er 8. fundur starfsársins og nr. 3430 frá stofnun.
Forseti biður félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.
Fjórprófið
· Er það satt og rétt?
· Er það drengilegt?
· Eykur það velvild og vinarhug?
· Er það öllum til góðs?
Kynna gesti og bjóða velkomna á hefðbundinn hátt!
Hrafn Andrés Harðarson Rótarýklúbbi Rangæinga
Guðný Kristjánsdóttir
____________________________________________________________________________
Boðuð forföll:
Georg V. Hannah boðar forföll næstu fjóra fundi.
_____________________________________________________________________________
Mætingar á öðrum fundum:
Georg V. Hannah mætti hjá Rk Hafnafjarðar í dag.
_____________________________________________________________________________
Hannes formaður Krabbameinsfélagsins biður um orðið og segir frá starfi félagsins og að félagið sé nú að safna fyrir ómtæki handa Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Þeir Guðmundur rafeindavirki og fyrrum formaður félagsins og Konráð þakka Hannesi gott starf í þágu félagsins. M.a. kemur fram hve mikilvægt tækið er við rannsóknir á konum, að þetta sé mun fullkomnara og nákvæmara en eldra tæki og að þetta er þriðja tækið sem félagið gefur HSS.
Minnt er á að Rótarýfélagar ætla að plokka (tína upp rusl) í eina klukkustund með leikskólanum Vesturbergi n.k. þriðjudag kl. 16:15. Fram kemur hjá Brynju leikskólastjóra að eldri bornin hafi fengið bréf með sér heim þar sem foreldrum þeirra er boðið að vera með og þiggja pulsur á eftir.
Friðfinnur segir frá fyrirhugaðri vinnu við flutstefnu fyrir Ísland, mikilvægi hennar fyrir samfélagið hér á Suðurnesjum og leiðir umræðu um hana.
Ritari gerir grein fyrir afmælum til 5. október 2018:
Afmæli félaga:
Starfsaldursafmæli:
Makavaktin:
Alda Ögmundsdóttir maki Erlends Jónssonar á afmæli í dag.
Fundarefni næsta fundar: Heimsókn umdæmisstjóra Garðars Eiríkssonar
Fleira ekki gert og fundi slitið.