Ólafur Helgi Kjartansson, Rótarýsjóðurinn

fimmtudagur, 20. september 2018 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Keflavík  20.sept. 2018

 

Fundur er settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta er 7. fundur starfsársins og nr. 3429 frá stofnun. Forseti biður félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.

 

Fjórprófið

Er það satt og rétt?

Er það drengilegt?

Eykur það velvild og vinarhug?

Er það öllum til góðs?

 

Kynna gest og bjóða velkominn á viðeigandi hátt; Michelle  og David Edwards.

 

Heimsóknir í aðra Rótarýklúbba:

Georg V. Hannah. Gerði tilraun til mætingar í RK. Kópavogs, en klúbb-fundartíminn hafði verið breytt.

 

Boðuð forföll: Pétur Jóhannsson,Valgerður Guðmundsdóttir, Einar Magnússon og Jón B. Guðnason

 

Þriggja mínútna erindi: Erlingur J. Leifsson sagði frá áhuga sínum á súkklaði og sýndi hann videoklippu því til staðfestingar, þar sem hann var að smakka á nýrri tegund af súkklaði sem var ofursterkt jafnvel fyrir hans smekk.

Rótarýmálefni:  Michelle Edwars, rótarý félagi frá Cinsinate kynnti sig og Rótarýklúbbinn sinn. Hún skipti á fána við Rótarýklúbb Keflavíkur.

ÓHK, sæddi um væntanlegtAlþjóðaþing RI. og kvatti félagana til þess að skrá sig.

Agnar ræddi um jólaaðventu ferðina til Stykkishólms og að 16 pör hefðu nú þegar skráð sig. Forseti flutti kveðju frá Ásbirni Jónssyni fyrrv. félaga í klúbbnum, en hann berst við alvarleg veikindi.

 

Fundarefnið; Þjóðmálanefnd. Formaður; Ómar Steindórsson. Ólafur Helgi Kjartansson ræddi um Rótarýsjóðinn sem var stofnaður 1917 með $ 26,50 framlagi frá Kansas City Rotaryclubb. Markmið sjóðsins væru: Að láta gott af sér leiða. Hann sagði að íslenska Rótarýhreyfingin hefði fengið 11 friðarstyrki í gegnum árin sem hefði verið til tveggja ára háskólanáms víða í heiminum. Hann ræddi um sjóði félagsins eins og Global Grant, District Grant, og Polio Plus sjóðinn sem væru stóru verkefnin.Rótarýsjóðurinn byggir á frjálsum framlögum félaga, og fyrirtækja ofl.og ræddi um Annual Program Fund, Permanent Fund og Polio Fund. Sem eru 3 aðal sjóðirnir. Polio átakið hófst 1985 og sagði að eftirlitið með átakinu væri dýrara en sjálf bólusetningin. Nú er stefnt að því að þessu verkefni ljúki 2023 en hafði í byrjun verið miðað við 2008. Heildarframlag til PolioPlus verkefnisins er komið hátt á annan miljarð dollara. ÓHK. Útskýrði markmið og slagorð $100. á ári framlagsins. Hann sagði að árið 1985 hefðu 35 þúsund börn veikst af lömunarveikinni (Polio). 1000 börn árið 2010 og 22 börn árið 2017. Nokkrar fyrirspurnir bárust sem ÓHK. Svaraði.

Forseti minntist á Polio Boost sem þyrfti að fara fram á 10 ára fresti. Polio dagurinn er 23 okt..Agnar spurði hvort þörfin væri virkilega fyrir endurbólusetningu. Svarið var JÁ.

 

Fundarefni næsta fundar: Þjóðmálanefnd. Form. Ómar Steindórsson

6.sept. Hrafnhildur Peiser Heilsuhagfræðingur, í boði Styrmis Geirs Jónssonar

13.sept.Veigar Margeirsson Tónskáld. Í boði Jóns Axelssonar/Stefáns Sigurðssonar 20.sept. Ólafur Helgi Kjartansson-Rótarýsjóðurinn. í boði Ómars Steindórssonar

27.sept. Vantar fundarefni

Ritari  gerir grein fyrir afmælum til næsta fundar og mætingu:

Afmæli félaga:  Georg Viðar Hannah 26.09.1945.

Starfsaldursafmæli:.

Makavaktin: Soffía Hafsteinsdóttir 24.09.1968 50 ára, Maki Agnarr Guðmundsson.

Alda Ögmundsdóttir 27.09.1950, Maki Erlendur Jónsson.

 

Mæting á síðasta  fundivar.

Mæting ágúst mánaðar var;

Mæting í kvöld.75.0.% 

 

   

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Forseti: Þórunn Benediktsdóttirr

 

Ritari: Ómar Steindórsson