Fundur er settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta er 31. fundur starfsársins og nr. 3453 frá stofnun.
Forseti biður félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.
Fjórprófið:
· Er það satt og rétt?
· Er það drengilegt?
· Eykur það velvild og vinarhug?
· Er það öllum til góðs?
Gestir: Gestir kynntir og boðnir velkomnir á hefðbundinn hátt: Jón F. Sigurðsson, sem er fyrirlesari kvöldsins.
Boðuð forföll: Erlingur J. Leifsson, Stefán Sigurðsson, Jón B. Guðnason, Sossa Björnsdóttir, Ólafur Helgi Kjartansson og Þorsteinn Marteinsson.
Mætingar á aðra fundi: Styrmir, Grétar og Hannes mættu á stjórnarfund Krabbameinsfélagsins.
Rótarýmálefni: Ekkert.
Þriggja mín. erindi: Ekkert.
Erindi / fundarefni: Fundarefni kvöldsins er á vegum klúbbþjónustunefndar í boði Erlings J. Leifssonar.
Fyrirlesari kvöldsins er Jón F. Sigurðsson prófessor og forstöðumaður MSc-náms í klínískri sálfræði.
Erindi fundarins er: Jón F. Sigurðsson sagði frá rannsókn starfshóps innanríkisráðuneytisins, sem hann sat í, á rannsókn Guðmundar og Geirfinnsmálsins.
Afmæli félaga/starfsafmæli/afmæli maka: Engin.
Fundarefni næsta fundar: Tónleikar í Hljómahöll. Söngvaskáld á Suðurnesjum – Jóhann G. Jóhannson.