Söngvaskáld á Suðurnesjum, Dagný Gísladóttir verkefnisstjóri hjá Heklu

fimmtudagur, 4. apríl 2019 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Fundur var settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta var 32. fundur starfsársins og fundur nr. 3454 frá stofnun.

 

Forseti bað félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.

 

Félagar fóru með fjórprófið: 

·  Er það satt og rétt?

·  Er það drengilegt?

·  Eykur það velvild og vinarhug?

·  Er það öllum til góðs?

 

Gestir kvöldsins voru kynntir og boðnir velkomnir á hefðbundinn hátt:

Dagný Maggýar, sem jafnfram var fyrirlesari kvöldsins, Ágústa Kristín Grétarsdóttir, Jóna Guðlaugsdóttir, Guðlaug Jóhannsdóttir, Sveinn Ólafur Magnússon, Þórdís Jónsdóttir, Sigríður Ingibjörnsdóttir, Ingibjörg Steindórsdóttir, Magdalena S. Þórisdóttir, Maríanna Einarsdóttir, Rakel Ketilsdóttir, Guðný Björnsdóttir, Alda Ögmundsdóttir, Helga K. Guðmundsdóttir og Kristjana E. Guðlaugsdóttir.

 

Boðuð forföll: Einar Magnússon, Georg V. Hannah og Jón B. Guðnason.

 

Mætingar á aðra fundi: Ólafur Helgi mætti í gær, miðvikudaginn 3. apríl á fund í Rótarýklúbbi Reykjavík Breiðholt og þann 7. mars mætti hann hjá Straumi Hafnarfirði.

Konráð og Friðfinnur mættu á PETsmót um s.l. helgi.

 

Rótarýmálefni: Það voru engin Rótarýmálefni á dagskrá.

 

Þriggja mín. erindi: Ekkert.

 

Erindi / fundarefni:  Fundarefni kvöldsins var á vegum starfsþróunarnefndar í boði Valgerðar Guðmundsdóttur formanns nefndarinnar. Fyrirlesari kvöldsins var: Dagný Maggýar (Gísladóttir) verkefnisstjóri hjá Heklunni. Hún sagði okkur frá verkefninu Söngvaskáld á Suðurnesjum. Að loknum fundi fóru fundarmenn og gestir á tónleika í Hljómahöll þar sem Jóhanni G. Jóhannssyni voru gerð skil.

 

Afmæli félaga/starfsafmæli/afmæli maka:

Sigurður Rúnar Símonarson, sem er fæddur þann 8. apríl 1942.

 

Fundarefni næsta fundar: Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja.