Stjórnarfundur

fimmtudagur, 17. janúar 2019 17:00-18:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Fundargerð:

Farið var yfir punkta sem skráðir voru á fundin þeirra þriggja fyrstnefndu, fyrrverandi umdæmisstjóra, frá  þriðjudeginum 15. s.l.

Ákveðið var að halda Rótarýdaginn á venjulegum fundardegi á Park Inn. Það sparar leigu á fundarsal og tryggir væntnalega góða mætingu. Stefnt er að því að klúbbfélagar bjóði vænlegum framtíðarfélögum á fundinn sem gestum og klúbburinn greiði fyrir máltíð þeirra, en ekki áfengi verði það haft um hönd. Næsta skref er að að klúbbfélagar finni gesti til að bjóða.

Guðmundur Björnsson hefur haft samband við Jóhann Friðrik Friðriksson forseta bæjarstjórnar sem mun mæta á fundinn og halda erindi eða ávarp um hlutverk og mikilvægi þjónustuklúbba og væntanlega tengist það Rótarýklúbbi Keflavíkur.

Fundarmenn voru sammála um að kynna þurfi klúbbinn sérstaklega með skrifum. Umdæmisstjórarnir fyrrverandi munu skrifa greinar um Rótarý og fá þær birtar í staðarblöðum. Verkaskipting verði þannig að Ómar Steindórsson ritar um Rótarýhreyfinguna og hvernig hún nam land á Íslandi. Guðmundur ritar grein um Rótarýklúbb Keflavíkur. Ólafur Helgi skrifar um Rótarýsjóðinn, þýðingu hans í heiminum og hvað sá góði sjóður lætur af sér leiða, ásamt því að greina frá miklu framlagi klúbbsins.

Vekja þarf athygli einnig á aðkomu klúbbsins að Krabbameinsfélagi Suðurnesja, sjóðnum Suður með sjó og skógræktarverkefnum, svo hið helzta sé nefnt.

Þeir munu síðan flytja um það bil þriggja mínútna erindi hver um efni sitt á fundinum 21. febrúar næst komandi.

Greinarnar birtist á næstu þremur vikum fyrir fundinn í hverri. Ólafur Helgi ræðir við Pál Ketilsson hjá Víkurfréttum og kannar hvort þetta gangi upp  og eftir atvikum hvort við fáum inni í Suðurnesjamagasíni.

Forseti klúbbisins hefur viðrað þá hugmynd að fá Forseta Íslands á fundinn. Valgerður upplýsti að hann myndi koma í opinbera heimsókn í vor.

Rætt um nauðsyn þess að finna stóra fána klúbbsins eða afla annars. Mikilvægt er að hvetja alla klúbbfélaga til þess að mæta með Paul Harris orðu á fundinn.

Fundurinn verði heldur lengri en venjulega frá kl. 18:00 til klukkan 20:30. Valgerður og Guðný sjái um eitt skemmtiatriði. Erlingur mun vekja athygli á fundinum og hvetja til þátttöku gesta, auk þess að athug með fána.

 

Fundargerð ritaði Ólafur Helgi