Fundur var settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta var 24. fundur starfsársins og nr. 3446 frá stofnun.
Forseti bað félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.
Fjórprófið:
Er það satt og rétt?
Er það drengilegt?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?
Gestir: Gestir kvöldsins voru kynntir og boðnir velkomnir á hefðbundinn hátt: Gestir voru:
Haukur Hilmarsson, Ágústa Grétarsdóttir, Þórdís Jónsdóttir og Katrín Oddsdóttir sem var fyrirlesari kvöldsins.
Boðuð forföll: Erlendur Jónsson, Ása Einarsdóttir, Brynja Aðalbergsdóttir, Grétar Grétarsson, Jón B Guðnason og Erla Guðmundsdóttir.
Mætingar á aðra fundi: Engar.
Rótarýmálefni: Guðmundur Björnsson verkfræðingur tók til máls og lagði til að safnað yrði upplýsingum um styrkveitingar klúbbsins í gegnum tíðina. Fram kom að væntanlega þarf að fara í gegnum fundargerði klúbbsins og sjóðsins Suður með sjó til fá þessar upplýsingar.
Forseti vakti athygli á að í Víkurfréttum í dag er grein um klúbbinn eftir Ómar Steindórsson.
Þriggja mínútna erindi var í umsjón: Margrétar (Sossu) Björnsdóttur.
Erindi / fundarefni kvöldsins: Var í boði Jóhannes A.Kristbjörnssonar á vegum alþjóðanefndar undir formensku Erlends Jónssonar. Fyrirlesari kvöldsins var Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins og ræddi hún um nýju stjórnarskrána.
Á síðasta fundi náðist ekki að fara yfir afmæli og því var einnig gerð grein fyrir afmælum síðustu viku.
Afmæli félaga/starfsafmæli/afmæli maka eru:
Kristófer Þorgrímsson 31. janúar 1949, Friðfinnur Skaftason 04. febrúar 1958 og Sossa (Margrét) Björnsdóttir 09. febrúar 1954.
Styrmir Geir Jónsson á eins árs starfsafmæli 1. febrúar.
Sólveig Haraldsdóttir, maki Arnbjörns Óskarssonar á afmæli 3. febrúar 1949
Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, maki Konráð A. Lúðvíksson á afmæli 8. febrúar 1949.
Fundarefni næsta fundar: Hjálmar Árnason kynnir nýja námsbraut Keilis, Tölvuleikjagerð.