Rótarýdagurinn

fimmtudagur, 21. febrúar 2019 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Fundur var settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta var 26.  fundur starfsársins og nr. 3448 frá stofnun.

 

Forseti bauð félaga og gesti að rísa úr sætum og skála fyrir ættjörðinni í vatni.

 

Félagar og gestir fóru með Fjórprófið: 

  • Er það satt og rétt?
  • Er það drengilegt?
  • Eykur það velvild og vinarhug?
  • Er það öllum til góðs?

 

Gestir: Gestir voru kynntir og boðnir velkomnir á hefðbundinn hátt.

 

Boðuð forföll: Einar Magnússon, Valgerður Guðmundsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir Jón Björn Sigtryggsson og Konráð Lúðvíksson, Þorsteinn Marteinsson.

 

Mætingar á aðra fundi: Ekki tilkynntar.

 

Rótarýmálefni: Bréf hefur borist frá skiptinema í Bandaríkjunum, Ólafur Helgi móttók bréf frá skiptinemanum sem er frá Ungverjalandi.  Hann hefur áhuga á íslenskri menningu og langar að vera hér í mánuð í haust.

Póstur hefur borist frá Friðarstyrksnefnd Rótarýumdæmi, kallað er eftir umsækjendum um styrki.

Póstur barst einnig frá Rótarýklúbbnum Borgum sem ætlar að koma í heimsókn til okkar 14. mars og kynna umdæmisþingið í haust. 

Forseti fór yfir dagskrá Rótarýdagsins, áherslur Rótarý International. Dagskráin hófst á hátíðarkvöldverði, önnur atriði voru samanber eftirfarandi:

 

  1. Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ ræddi um áskoranir frjálsra félagasamtaka í heimi samfélagsmiðla.

  2. Tónlistaratriði: Vox Felix sönghópurinn, Arnór Vilbergsson var stjórnandi.

  3. Afhending Paul Harris orðunnar til Ingabjörns Sigurðssonar.

  4. Rótarýhreyfingin - kynningar félaga:

    1. Ómar Steindórsson fjallaði um stofnun Rótarýhreyfingarinnar. Sjá meðfylgjandi erindi.

    2. Guðmundur Björnsson fræddi okkur um Rótarýklúbb Keflavíkur.

    3. Ása Einarsdóttir ræddi um konur í Rótarý.

    4. Ólafur Helgi Kjartansson upplýsti okkur um Rótarýsjóðinn sem er kraftur Rótarýhreyfingarinnar. Ólafur Helgi fræddi okkur einnig um barátta Rótarý gegn lömunarveiki og sýndi okkur myndband.

       

Nefndin sem sá um undirbúning og framkvæmd Rótarýdagsins fékk þakkir fyrir gott starf.

 

Afmæli félaga/starfsafmæli/afmæli maka: Engin.

Fundarefni næsta fundar: Gabriella skiptineminn okkar segir frá reynslu sinni sem skiptinema hér á landi og fræðir okkur um heimaland sitt.

Félagar vorum minntir á Rótarýmessuna n.k sunnudag.