Hjálmar Árnason kynnir nýja námsbraut Keilis, Tölvuleikjagerð

fimmtudagur, 14. febrúar 2019 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Fundur var settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta var 25. fundur starfsársins og fundur nr. 3447 frá stofnun.

 

Forseti bauð félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.

Fjórprófið: 

·  Er það satt og rétt?

·  Er það drengilegt?

·  Eykur það velvild og vinarhug?

·  Er það öllum til góðs?

 

Gestir voru kynntir og boðnir velkomnir á hefðbundinn hátt:

 

Boðuð forföll: Agnar Guðmundsson, Friðfinnur Skaftason, Styrmir G. Jónsson.

 

Mætingar á aðra fundi:  Ekki upplýst.

 

Rótarýmálefni: Borðfánar eru komnir úr prentun og kosta þeir 1.500 kr..  

Sumarbúðir fyrir fatlaða voru kynntar.

Umdæmisstjóri starfsárið 2021 – 2022 verður Ásdís Helga Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, félagi í Rótarýklúbbi Egilsstaða.

Rótarýdagurinn okkar verður fimmtudaginn 21. febrúar. Félagar voru hvattir til að taka með sér gesti og upplýsa stjórn um fjölda.  Fundurinn hefst kl. 18:00.  Þrír félagar hafa skrifað greinar um Rótarý málefni sem munu birtast í Víkurfréttum. 

Félagar eiga að mæta með PH orðunna.  Gestir félaga verða í boði klúbbsins.

 

Þriggja mínútna erindi kvöldsins var í umsjón Jóhannesar A Kristbjörnssonar, Jóhannes fjallaði um íslensku frídaganna og aðra merkilega daga.

 

Erindi kvöldsins var á vegum alþjóðanefndar, ræðumaður var Hjálmar Árnason.

Hjálmar hóf mál sitt á gönguklúbbnum sem hann hefur haft umsjón með. Um 600 þátttakendur eru núna í gönguklúbbnum. Aðalefni Hjálmars var hins vegar ný námsbraut hjá Keili, tölvuleikjagerð en búið er að heimila Keili að hefja kennslu námsbrautarinnar.  Nemendur útskrifast sem stúdentar.  Námið snýst um skapandi hugsun, ekki bara forritun.  Verkefnið tengist verkefninu „Game Park“.  Um 100 nemendur eru búnir að ská sig þrátt fyrir að ekki sé enn farið að opna á umsóknir.

Einnig ræddi Hjálmar um þróun skólastarfsins og flugskólann sem er að verða einn af þeim stóru í Evrópu enda skortur á flugmönnum.  Helsta baráttumál flugskólans er að finna honum varanlega staðsetningu en mjög er þrengt að honum, bæði í Keflavík og Reykjavík.

 

Stefán upplýsti nýtt póstfang Rótarýklúbbs Keflavíkur.

 

Afmæli félaga/starfsafmæli/afmæli maka:

Þorsteinn Marteinsson á afmæli 19. febrúar en hann er fæddur 1953

 

Fundarefni næsta fundar: Rótarýdagurinn, dagskrá var kynnt.

28. febrúar mun Gabriella Beck fræða okkur um reynslu sinni sem skiptinemi á Íslandi.