Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir verður með hugleiðingar um krabbamein í tímans rás

fimmtudagur, 11. apríl 2019 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Fundur var settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur.  Þetta var 33. fundur starfsársins og fundur nr. 3455 frá stofnun.

 

Forseti bað félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.

 

Fjórprófið

Er það satt og rétt?

Er það drengilegt?

Eykur það velvild og vinarhug?

Er það öllum til góðs?

 

Gestir kynntir voru boðnir velkomnir á hefðbundinn hátt:

Gestir: Ágústa Kristín, Kristín Gyða Njálsdóttir, Eiríkur Jónsson, Sigríður Erlingsdóttir.

 

Boðuð forföll:  

Ása Einarsdóttir, Einar Magnússon, Georg Hannah, Erla Guðmundsdóttir, Þorsteinn Marteinsson, Guðný Kristjánsdóttir, Jóhannes Kristbjörnsson, Stefán Sigurðsson, Erlingur J. Leifsson.

 

Mætingar á öðrum fundum:

Ólafur Helgi Kjartansson mætti á fundi í Rótarýklúbbi Austurbær, 9. apríl.   

 

Rótarýmálefni:

Forseti upplýsti að Kristín Gyða Njálsdóttir yrði tekin inn í klúbbinn okkar á næsta fundi.  Forseti las bréf frá Erlingi J. Leifssyni sem sótti fund í Nuuk á Grænlandi.

 

Sæl forseti góður.

Ég sendi góðar kveðjur héðan frá Grænlandi. Eins og ég hafði ráðgert þá mætti ég á Rótary fund hér í Nuuk í gær. Þar voru hátt í 30 félagar mættir auk fyrirlesara og tveggja skiptinema. Fundurinn byrjaði á því að félagar tóku sér söngkver í hönd og sungu lag - á grænlensku í þetta skiptið en er stundum á dönsku. Það verður langt þar til ég tek undir ;). Síðan var borðað, hlaðborð - 3.000 kr á mann með kaffi. En Hótel Hans Egede er víst fínt. Þar á eftir gáfu skiptinemarnir skýrslu - á dönsku. Svo var 3ja mín erindi og þá loks fyrirlesarinn frá Foreningen Grønlandske Børn sem sagði frá ýmsum prógrömmum sem eru í gangi bæði á Grænlandi og Danmörku sem styðja við ungmenni, menntun þeirra og fjölskyldur. Ég bið fyrir góðar kveðjur á fundinn. Með Rótarýkveðju frá Nuuk. Erlingur J Leifsson

 

Forseti fól Erlu Guðmundsdóttur að halda þriggja mínútna erindi á næsta fundi sem verður 2. maí.

 

Fundarefni kvöldsins:

Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir var með hugleiðingar um krabbamein í tímans rás.


 

Ritari gerir grein fyrir afmælum til 1. maí 2019:

Afmæli félaga:

-Hannes Friðriksson, 22. apríl 1958.

Starfsaldursafmæli:

-Pétur Jóhannsson, en hann gekk í klúbbinn 28. apríl 1988 og hefur því verið í klúbbnum í 31 ár.

Makavaktin: 

-Magdalena S.Þórisdóttir, 14. apríl 1955, en maki hennar er Jón Björn Sigtryggsson.

 

Fundarefni næsta fundar: Kristín Gyða Njálsdóttir verður formlega tekin inn í klúbbinn.

 

Forseti: Þórunn Benediktsdóttir.

 

Ritari: Jón B. Guðnason

 

Fleira var ekki gert og fundi slitið.