Aðalfundur Krabbaneinsfélags Suðurnesja

fimmtudagur, 11. apríl 2019 20:00-21:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Fundargerð Aðalfundar Krabbameinsfélags Suðurnesja

 

11. apríl 2019

 

Aðalfundur Krabbameinsfélags Suðurnesja fór fram fimmtudaginn 11. apríl 2019, kl. 19:00, á Parkinn hótelinu í Reykjanesbæ.

 

Formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja Hannes Friðriksson setti fundinn og fól Ólaf Helga Kjartanssyni að stýra fundinum. Fundargerð ritaði, ritari Rótarýklúbbs Keflavíkur, Jón B. Guðnason.

 

Fundarstjóri Ólafur Helgi Kjartansson fór yfir dagskrá fundarins, samanber meðfylgjandi dagskrá.

 

Formaður Krabbameinsfélags Suðurnesja, Hannes Friðriksson þakkaði starfsmanni félagins, Sigríði Erlingsdóttur fyrir góð störf í þágu félagsins.

 

Hannes Friðriksson formaður flutti síðan skýrslu stjórnar fyrir nýliðið starfsár Krabbameinsfélags Suðurnesja. 

 

Grétar Grétarsson, gjaldkeri, fór yfir reikninga Krabbameinsfélags Suðurnesja.  

Konráð Lúðvíksson spurðist fyrir um hvort endurskoða ætti félagatalið. Grétar gerði grein fyrir stöðu stöðufélagatalsins.  Guðmundur Björnsson spurðist fyrir um innheimtu félagsgjalda en hlutfallið í ár eru um 70%. Guðmundur Björnsson upplýsti einnig að ekki væri langt síðan félagatalið hefði verið endurskoðaða.  Ekki komu fram aðrar athugasemdir.

Fundarstjóri lagði reikninga fram til samþykktar og voru þeir samþykktir af öllum fundarmönnum.

 

Meðstjórnenda voru kosnir: Agnar Guðmundsson, Styrmir Jónsson, Stefán Sigurðsson.

 

Skoðunarmenn reikninga voru kosnir; Pétur Jóhannsson og Georg Hannah.

 

Sigríður Erlingsdóttir, starfamaður Krabbameinsfélags Suðurnesja fór síðan yfir starfsemina á starfsárinu og fræddi fundarmenn um sín daglegu störf og verkefni. 

 

 

Fundarstjóri bauð að lokum Eirík Jónsson þvagfæraskurðlæknir velkominn á fundinn en hann hélt fróðlegt erindi um „mein í tímans rás“.  Eiríkur byrjaði á að segja okkur frá reynslu sinni þegar hann vann hér í bæ við uppbygginu hitaveitunnar árið 1978. 

 

Önnur mál voru engin og var fundi slitið.

 

Fylgiskjöl:

 

  1. Dagskrá.

  2. Skýrsla stjórnar.

  3. Skýrsla Sigríðar Erlingsdóttur.