Már Másson, Bláa Lónið, kynning á mannauðs- og gæðamálum

fimmtudagur, 15. nóvember 2018 18:30-20:00, Park Inn Hotel Hafnargata 57 230 Reykjanesbær

Keflavík  15.nóv. 2018

 

Fundur er settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta er 15. fundur starfsársins og nr. 3436 frá stofnun. Forseti biður félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.

 

Fjórprófið

  Er það satt og rétt?

  Er það drengilegt?

  Eykur það velvild og vinarhug?

  Er það öllum til góðs?

 

Kynna gest og bjóða velkominn á viðeigandi hátt;.Már Másson úr framkvæmdastjórn Bláa Lónsins.

 

Heimsóknir í aðra Rótarýklúbba:Georg V. Hannah mætti í RK. Hafnarfjarðar 15.11.2018

 

Boðuð forföll: Jón Björgvin Guðnason, Friðfinnur Skaftason,Jóhannes Kristbjörnsson,Valgerður Guðmundsdóttir og Grétar Grétarsson

 

Þriggja mínútna erindi: Ingibjörn Sigurðsson.Las grein um stríðs glæpi, þar sem m.a kom fram að yfir 500.þúsund manns hefðu fallið síðan árásin á Tvíburaturnana hefði verið gerð. Hann sagði þetta vera fórnarkostnað hagvaxtar, ungir menn falla í baráttu gegn hryðjuverkum.Þjónkunn okkar við Bandaríkjamenn er hugsanleg ástæða til hryðjuverka á Íslandi.

Rótarýmálefni: Forseti las upp bréf frá Hönnu Maríu Siggeirsdóttur formanni Æskulýðsnefndar Rótarý. Ómar  beindi spurningu til Ólafs Helga, hvað lægi á bak við tilkynningu Formanns Rótarýsjóðsnefndar um $ 50 dollara greiðslu á ári frá hverjum Rótarýfélaga.Ólafur Helgi sagðist telja að þarna væri á ferðinni tillaga formanns um að fá sem flesta Rótarýfélaga til þess að greiða eitthvað til Rótarýsjóðsins, en grunnhugmyndin um $ 100 dollara framlag stæði ennþá og að félagar úr RK. Keflavíkur hefðu greitt þá upphæð ár hvert síðan  þessi tillaga var samþykkt.

 

Fundarefnið; Klúbbþjónustunefnd. Formaður; Erlingur J. Leifsson.  Már Másson í framkvæmdastjórn Bláa Lónsins ætlar að ræða um mannauðs- og gæðamál hjá fyrirtækinu, ásamt innleiðingu stefnu og breytingarstjórnar. Már er í boði Erlings.

Már ræddi um þróun Bláa Lónsins, en árið 1976 var byrjað að nýta affallsvatn frá HS sem myndar blátt lón. 1981er læknunar máttur lónsins uppgötvaður. 1992 er félagið Bláa Lónið stofnað.1995. Hús voru tekin í notkun. 2014 aðgangsstýring gest hefst.2016. upplifunarsvæði B.L. stækkað. 2018 Starfsemi B.L. tvöfaldast. National Geograpic velur B.L eitt af 25 undrum veraldar. Tímaritið TIME valdi BL eitt af 100 World greatest places. Það er mikið af fagmenntuðu fólki sem vinur hjá BL. Og meira en 846 starfa þar. Fyrirspurnir bárust frá Þórunni,Ómari, Hannesi og Agnari.Forseti þakkaði Má fyrir fróðlegt erindi.

 

 

Fundarefni næsta fundar: Klúbbþjónustunefnd, Formaður, Erlingur j. Leifsson

08.nóv. Ólafur Helgi Kjartansson. 40 ár í Rótarý

15. nóv. Már Másson. Bláa Lóninu.

22.nóv. Guðjóna Sæmundsdóttir. Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum.

29.nóv.Aðalfundur klúbb-nefnda

 

Ritari  gerir grein fyrir afmælum til næsta fundar og mætingu:

Afmæli félaga: Jón Björn Sigtryggsson. 15.11.1954---Þórunn Benediktsdóttir 18.11.1950´.

Starfsaldursafmæli: Ekkert

Makavaktin: Þórunn Benediktsdóttir 18.11.1950. Maki Hannes Friðriksson.    Maríanna Einarsdóttir  18.11.1952. Maki Þorsteinn Marteinsson.

Kristjana E. Guðlaugsdóttir 19.11.1964. Maki Erlingur J. Leifsson

 

Mæting á síðasta  fundi var; 75,9%

Mæting okt. mánaðar var;

Mæting í kvöld ;75,9%

 

Eitt kort barst frá Georg V Hanna.

Erlingur J. Leifsson spurðist fyrir um mætingu sína s.l. fimmtudag í Hafnarfirði. Ómar ræddi um 4 mætingar sem hann hefði sótt í USA.

 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Forseti: Þórunn Benediktsdóttirr

 

Ritari: Ómar Steindórsson