Keflavík 22.nóv. 2018
Fundur er settur í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þetta er 16. fundur starfsársins og nr. 3438 frá stofnun. Forseti biður félaga og gesti að rísa úr sæti og skála fyrir ættjörðinni í vatni.
Fjórprófið
Er það satt og rétt?
Er það drengilegt?
Eykur það velvild og vinarhug?
Er það öllum til góðs?
Kynna gest og bjóða velkominn á viðeigandi hátt;. Guðmundur Bjarnason, Guðjónína Sæmundsdóttir
Heimsóknir í aðra Rótarýklúbba: Georg V. Hanna sótti fund í RK. Hafnarfjarðar 22.11.2018. Guðmundur Björnsson sótti tvo fundi Órlando Fl.
Boðuð forföll: Jón Björgvin Guðnason, Friðfinnur Skaftason,Ingibjörn Sigurðsson, Ólafur Helgi Kjartansson, Sossa Björnsdóttir og Stefán Sigurðsson
Þriggja mínútna erindi: Georg V. Hannah.Georg sagðist vera í aðlögun til að hætta að vinna. Georg sagði frá afþreingar staðnum Villages í Florida, en þau hjónin hafa farið þangað í tvö s.l.haust til þess að spila golf.Það væru 130 þúsund íbúar skráðir með búsetu þarna, en aðeins 20% spila golf. Mikil uppbygging er á svæðinu sem er í eigu eins manns. Hann sagði að 63 þúsund ibúðir væru þarna o farið væri af stað með 22 þúsund ibúðir í ár. Þarna eru 50 golfvellir í fullri stærð og 38 níu holu vellir.
Rótarýmálefni Forseti las bréf frá Valnefnd Ísl. Rótarýumdæmisins um val á umdæmisstjóra, þar sem hvatt er til að klúbbarnir skoði sitt mál og tilnefni félaga til starfsins.Þorsteinn Marteinsson sagði frá skipulagi Jólaferðar klúbbsins til Stykkishólms.Konráð Lúðvíksson ræddi um Áramótatónleika Rótarý og jólafund klúbbsins sem verður í Safnaðarheimili kirkjunnar 13.des. Hann sagðist vilja tengja félagana saman og taldi jólafund klúbbsins vera okkar helgasta fund ársins. Á fundinum verður inntaka nýs félaga.Konráð stakk upp á að bjóða Forseta Íslands á Jólafundinn og þar ættum við öll að mæta með Paul Haris orðuna í barmi okkar. Forseti sagði frá því að Sossa Björnsdóttir félagi okkar hefði fengið „Súluna“ viðurkenningu Reykjanesbæjar. Sossa verður með opið hús þann 1.des.og mun taka á móti gestum í vinnusal sínum. Ákveðið var að setja fund í Jólaferðalaginu okkar um næstu helgi.
Fundarefnið; Klúbbþjónustunefnd. Formaður; Erlingur J. Leifsson. Guðjónína Sæmundsdóttir í boði Brynju Aðalbergsdóttur. Guðjóna sagðist hafa verið beðin um að ræða MSS út frá fjárhagslegum forsendum.. Hún byrjaði á kynningu á sjálfri sér og sagðis vera fædd í Garðinum og flutt ung til Keflavíkur þar sem hún hóf skólagöngu sína, síðan fór hún til Alabama og þar á eftir til Noregs í nám í ferðamálafræðum. Hún byrjaði að starfa í MSS 2001 og hefur verið forstöðumaður MSS frá 2003. Velta stofnunarinnar er 330.000.000 kr, Þjónustusamningur er við Mennta- og menningarráðuneytið sem leggur til 19.140.000 kr og svo er verið að sækja peninga frá.hinum ýmsu stofnunum landsins.
Fyrirspurnir komu frá,Valgerði,Konráð,Hannesi Þorsteini, Guðmundi Bj.raf. og Ásu.
Forseti þakkaði Guðjónu fyrir mjög fræðandi fyrirlestur.
Þónokkur umræða fór í skipulag næsta fundar og þar var því beint til formanns Klúbbþjónustunefndar að hann kæmi með dagskrá fundarins á næsta fund
Fundarefni næsta fundar: Klúbbþjónustunefnd, Formaður, Erlingur j. Leifsson
08.nóv. Ólafur Helgi Kjartansson. 40 ár í Rótarý
15. nóv Már Másson.
22.nóv. Guðjóna Sæmundsdóttir, Forstöðumaður Húss Símenntunar á Suðurnesjum
29.nóv.Aðalfundur klúbb-nefnda
Ritari gerir grein fyrir afmælum til næsta fundar og mætingu:
Afmæli félaga: Enginn
Starfsaldursafmæli: Ekkert
Makavaktin: Engin
Mæting á síðasta fundi var; 75,9%
Mæting nóv.. mánaðar var;
Mæting í kvöld ;79,35%
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Forseti: Þórunn Benediktsdóttirr
Ritari: Ómar Steindórsson